Ég var búin að taka eftir henni og fylgjast með í smá stund. Svona miðaldra kona sem er dugleg að sinna sínu. Hún tók vel á í ræktinni, í góðum hlaupabuxum og bol í stíl. Fer pottþétt í Flugleiðahlaupið, Jónsmessuhlaupið og örugglega Reykjavíkurmaraþonið – ef hún er í bænum.
Á milli setta í axlapressunni tekur hún upp símann: Stilltu ofninn á 200 og hitaðu vatn fyrir sósuna. ... já... láttu suðuna bara koma upp ég fer að koma. Ok bless... svo kárar hún æfinguna áður en hún fer heim til að skutla kjötinu í ofninn og klára sósuna.
No comments:
Post a Comment