Thursday, April 14, 2011

innlit dagsins

Yndislega pólska bakarískonana: góðan daginn
ég: góðan daginn, ég ætla að fá rúnstykki... eitt svona. Bendi á kornhleif.
sú pólska: ... og tvo osta?
ég: brosi til hennar og hugsa "jeij.. hún veit hver ég er" og segi ´"já, einmitt... og sultu"

Geng svo að sulturekkanum og ákveð að vera svolítið villt og tek sólberjasultu og rétti þeirri póslku.

sú pólska lendir augljóslega í einhverjum vandræðum þegar hún er að stimpla inn í kassann. og segir svo: "ah.. ekki jarðaberjasulta"

og ég geng út í daginn svo sátt við að vera ein af sérvitringunum í bakaríinu sem kaupa alltaf það sama en verða stunum ótrúlega flippaðir og fá sér sólberjasultu og setja allt á annan endann við það.

No comments:

Post a Comment