Stúlkurnar eru farnar og koma ekki til baka fyrr en á öðrum degi páska. Unglingurinn er innilokaður í sínu herbergi með ljósi lífs síns.. tölvunni. Ætti kannski að skvera honum í sund með móður sinni, hann gæti tekið það með sér út í lífið. Brotið sálartetur, neyddur með asnalegri móður sinni í sund - í sjálfu páskafríinu. Nei, kannski ég heyri bara í einhverjum öðrum með þetta.
Finnst þetta margir tímar og langir og margt sem ég get gert og ætla að gera og þarf að gera. Svona "Jódu tími" En svo koma þær bara bráðum og kannski verð ég ekki búin að gera neitt nema borða páskaegg og fjarlægja óþarfa líkamshár.
No comments:
Post a Comment